Eftirfarandi pistill birtist á heimur.is:

Dómar um dóma (BJ)
Nú byrjar nýr ţáttur göngu sína hér á síđunni. Okkur hefur bćst nýr liđsmađur, IG, sem mun reglulega skrifa dóma um hćstaréttardóma. Fyrsti dómurinn sem hér birtist fjallar um Baugsmáliđ:

„Ţađ var á kyrrlátum maídegi sem leikendur söfnuđust saman í Hćstarétti. Verjendur og ofsćkjandi voru mćttir á réttum tíma og stundvíslega klukkan tíu gengu hćstaréttardómarar í salinn. Greindin og viskan lýsti úr andlitum fjögurra dómara en einn virtist illa međ á nótunum, ungćđislegur og illa ađ sér í lögum.

Fulltrúi pólitísks valds og misnotkunar hóf mál sitt og voru allir á einu máli um ađ hann hefđi í raun veriđ málpípa innvígđra og innmúrađra einrćđisafla. Undan skikkjunni skein í gúmmítútturnar. Málflutningurinn var í samrćmi viđ málstađinn, tafsandi, lélegur, ósannfćrandi og ósannur.

Á öđrum degi tóku fulltrúar hins rétta málstađar viđ. Gestur Jónsson var rökfastur, geysilega glćsilegur í ljósum tvíd-jakka undir skikkjunni. Ţegar hann tók sínar stćrstu snerrur höfđu menn á orđi ađ Perry Mason myndi hafa snúiđ sér viđ í gröfinni af undrun, ef hann vćri ekki sögupersóna.

Jakob Möller er snillingur til orđs og ćđis. Vissulega var auđvelt ađ hrekja rökleysur ofsóknarvaldsins en engu ađ síđur var unun ađ hlusta á málflutning Möllers. Gráu Mattlock jakkafötin sem öđru hvoru sást í ţegar Jakob tók flugiđ hćfđu vel tilefninu.

Ţriđji lögmađurinn, fulltrúi Júdasar, var ömurlegur eins og viđ var ađ búast. Illt er ađ verja illan málstađ.

Ađ málflutningi loknum lá í loftinu ađ fals-sakirnar höfđu veriđ hraktar og í raun komiđ í ljós ađ ţađ var saksóknari sjálfur sem hafđi framiđ hin meintu brot ásamt fyrrverandi forsćtisráđherra. Ţađ eina sem ekki var ljóst var hvort grćnmetissalinn í London hafđi tekiđ ţátt í samsćrinu. Ţarna er efinn.

Ţegar dómurinn var kveđinn upp síđastliđinn fimmtudag var dómsalurinn blómum skreyttur og stúlkur í hvítum kuflum stigu dans áđur en réttsýnu dómararnir fjórir stigu í salinn. Einum, rangláta dómaranum, hafđi greinilega veriđ úthýst og ekki ađ ástćđulausu.

Fögnuđurinn í salnum var slíkur ţegar Júdas fékk ţriggja mánađa fangelsi ađ allt ćtlađi um koll ađ keyra. Hinir tveir voru algerlega sýknađir af ofsóknum ríkisins nema einhverjum formsatriđum sem engu skipta, minni háttar skilorđsbundinn dómur sem engu skiptir og er í raun sigur ţegar svo hátt er reitt til höggs. Eitthvert ţvađur um fyrnda sök sem auđvitađ er í raun engin sök. Sigurinn hefđi ađeins orđiđ meiri ef ţeir hefđu veriđ dćmdir til setu í Hćstarétti og Seđlabankanum.

Vonandi dregur ríkisstjórnin (vondi hlutinn) sinn lćrdóm af ţessu.“ IG


Nćsti dómur IG fjallar um hérađsdóm yfir Lalla Jones sem fékk ţrjú ár í erfiđisvinnu fyrir ađ stela tveimur snúđum og pissa inni í húsasundi.

Benedikt JóhannessonMér ţćtti vćnt um ađ heyra ţitt álit eftir lesturinn og hvet ţig til ađ skrifa í gestabókina.