Hinn skeleggi blađamađur, Andrés Magnússon, ritar áhugaverđan pistil um kröfu Baugsmanna ađ dómsmálaráđherrann, Björn Bjarnason, segi af sér.

Ég leyfi mér ađ birta pistil hans hér:

Ég sá í fréttum ađ Hreinn Loftsson, hrl., er ţeirrar skođunar ađ Björn Bjarnason, dómsmálaráđherra, ćtti ađ segja af sér vegna sakfellingar yfir Baugsmönnum í Hćstarétti í dag. Ég verđ ađ játa ađ ég átta mig ekki á ţví hvađ Hreinn er ađ fara.

Nú hefur heift og hatur Baugsmanna í garđ Björns ekki fariđ fram hjá neinum (sbr. auglýsingu Jóhannesar Jónssonar í Bónus á kjördag ţar sem hvatt var til útstrikana gegn honum), en ţađ hefur aldrei komiđ almennilega fram af hverju. Ţeir hafa nefnt ađkomu hans ađ Baugsmálinu, en virđast algerlega veruleikafirrtir í ţeim efnum.

Eđa ekki kunna á dagatal. Rannsókn Baugsmálsins hófst í lok ágúst áriđ 2002. Ţá var Björn nýkjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, en hann hafđi látiđ af störfum sem menntamálaráđherra hinn 1. mars 2002, nćrri hálfu ári áđur en máliđ hófst. Dómsmálaráđherra varđ hann ekki fyrr en 23. maí 2003, tćplega níu mánuđum eftir ađ rannsóknin hófst.

Hver á ađkoma Björns ađ hafa veriđ ađ upphafinu?

Hreinn nefnir sérstaklega ađ sem dómsmálaráđherra hafi Björn „stutt [ríkislögreglustjóra og saksóknara efnahagsbrotadeildar] međ ráđum og dáđ, leynt og ljóst“ og ţar af leiđandi ćtti hann ađ sjá sóma sinn í ađ segja af sér. Ţađ segir kannski sína sögu ađ ţarna notađi Hreinn nákvćmlega sama orđalag og Jói í auglýsingunni forđum.

En hvernig dettur lögmanninum Hreini í hug ađ setja svona dellu fram? Ţá fyrst hefđi nú veriđ ástćđa til ţess ađ Björn tćki pokann sinn ef hann hefđi veriđ krukka í hvernig lögregluembćtti eđa saksóknari höguđu einstökum rannsóknum. Ţví ţađ var ţađ, sem Baugsmenn vildu: sérmeđferđ vegna ţess ađ ţeir ćttu svo mikiđ undir sér.

Og hver veit nema ţađ hafi ţeim tekist?

Látum ţađ samt ligga milli hluta ađ sinni. Stóra spurningin er hvort Hreinn Loftsson ćtli ekki ađ segja af sér. Hreinn er „stjórnarmeđlimur“ í Baugi Group, en hann var stjórnarformađur í almenningshlutafélaginu Baugi ţegar ţau brot áttu sér stađ, sem forstjórinn hans og ađstođarforstjóri voru dćmdir fyrir. Blasir ekki viđ ađ Hreinn hefur ekki stađiđ undir ţeirri ríku eftirlitsskyldu, sem honum bar sem stjórnarformanni í almenningshlutafélagi?

Af yfirheyrslum yfir honum vegna kaupanna á Vöruveltunni, sem lesa má ásamt ýmsu öđru forvitnilegu á baugsmalid.is, er bersýnilegt ađ hann var alveg sérstaklega lítiđ heima í helstu verkefnum Baugs Group. Nú ţegar dómur hefur loks gengiđ hlýtur Hreinn ađ axla sína ábyrgđ ţó seint sé og segja af sér sem „stjórnarmeđlimur“ í Baugi.Mér ţćtti vćnt um ađ heyra ţitt álit eftir lesturinn og hvet ţig til ađ skrifa í gestabókina.