Eins og áður hefur komið fram eru mjög náin tengsl milli Kaupþingsmanna og Baugsmanna.

Forstjórar Kaupþings komu reglulega til mín á Miami í boði Baugsmanna til siglinga á hinum frægu THEE VIKING bátum og það er alveg ljóst að sú bankaþjónusta sem Baugur fékk á uppgangsárum sínum frá Kaupþing , hefur spilað stóran part í velgengni Baugsmanna.

Eitt stærsta dagblað Danmerkur skrifaði einmitt um þetta samband Baugs og Kaupþings árið 2006 eftir innrás Baugs í Danmörk.

Viðskipti | mbl.is | 1.11.2006 | 11:04
Ekstra Bladet segir Baug háðan Kaupþingi

"Í umfjöllun danska blaðsins Ekstra Bladet um íslenska fjárfesta sem birt er á vefsíðu blaðsins í dag segir meðal annars frá fjárfestingum og viðskiptum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Baugsmálinu svokallaða.

Segir í umfjölluninni m.a. að Baugur sé mjög háður Kaupþingi um allar fjárfestingar og kerfi því sem blaðið hefur fjallað um, og er sagt hannað til að sleppa við skattgreiðslur.

Fyrirtækið Baugur er sagt byggja fjárfestingar sínar á lánum en fjárfestingarnar séu svo veðsettar aftur hjá öðrum bönkum. Viðskiptin fari fram um fyrirtæki í Lúxemborg og leppfyrirtæki á Jómfrúareyjum.

Magnús Guðmundsson hjá Kaupþingi í Lúxemborg er sagður einn af forkólfum slíkra fyrirtækja og sagður koma við sögu í þremur fyrirtækjum Kaupþings á Jómfrúareyjum, Waverton, Starbrook og Birefield.

Um Jón Ásgeir segir Ekstra Bladet að hann sé hér á landi að berjast gegn ímynd sinni sem glaumgosi, málaferlin sem kölluð hafa verið Baugsmálið eru svo rakin í stuttu máli og að Jón hafi kært langa meðferð málsins til Mannréttindadómstólsins."


Ég hvet alla áhugamenn um bankaviðskipti og ekki síst þá sem skipta við Baugsbankann Glitni til að kanna hvort þeim standi svona bankaþjónusta til boða.

Framburður Magnúsar Guðmundssonar, KB banka Lúxemborg


Mér þætti vænt um að heyra þitt álit eftir lesturinn og hvet þig til að skrifa í gestabókina.